UMHVERFISSKÝRSLA 2017







Umhverfismál Ölgerðarinnar





Um skýrsluna
Gögn og upplýsingar birtar í þessari skýrslu gilda fyrir árið 2017 og tengjast megin starfsemi Ölgerðarinnar. Gögn frá 2015 og 2016 eru sett fram til samanburðar.

Umhverfið er einn af hagsmunaaðilum Ölgerðarinnar. Stefna fyrirtækisins er að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og stefna sífellt að betri árangri. Síðustu ár hefur Ölgerðin náð árangri í umhverfismálum. Árangurinn má rekja til endurnýjunar á bílaflotanum og fjölmargra umbótaverkefna sem hafa beint sjónum að umhverfinu.
Ölgerðin tekur þátt í því að ná sameiginlegum loftslagsmarkmiðum Íslands með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun kolefnisspors á tímabilinu 1990-2030. Til að ná þessum markmiðum þarf að kortleggja, meta og mæla þá þætti sem starfsemi Ölgerðarinnar hefur áhrif á. Þannig er hægt að setja markmið og búa til aðgerðaáætlun til að ná árangri.

Stöðugt er unnið að því að starfsmenn séu meðvitaðir um mikilvægi umhverfisáhrifa í starfi sínu. Þeir flokka sorp og forðast sóun hráefna og umbúða. Betri árangur næst einnig með því að nota umhverfisvæn efni og draga úr notkun umbúða, orku og vatns í starfseminni.




Samstarf í umhverfismálum











Ölgerðin, ásamt 103 öðrum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum, undirritaði yfirlýsingu um markmið í loftslagsmálum þann 16. nóvember 2015 í Höfða. Yfirlýsingin var afhent í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í París í desember 2015. Markmið loftslagsyfirlýsingarinnar eru eftirfarandi:

  1. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
  2. Minnka myndun úrgangs
  3. Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta

Ölgerðin tekur þátt í því að ná sameiginlegum lofstlagsmarkmiðum Íslands með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun kolefnisspors á tímabilinu 1990-2030. Ölgerðin ætlar að leita allra leiða til að minnka mengun frá eigin starfsemi og leitast þannig við að vera til fyrirmyndar á sviði umhverfismála.

Til að fylgja eftir stuðningi við markmið Íslendinga í umhverfismálum var yfirlýsing um loftslagsmál undirrituð þann 16. nóvember 2015 í Höfða. Ölgerðin ber virðingu fyrir umhverfi sínu og leitast við að lágmarka skaðsemi rekstrarins á náttúruna.







Loftslagsverkefni Ölgerðarinnar











Loftslagsverkefni Ölgerðarinnar byggir á þeirri góðu vinnu sem fram hefur farið í umhverfismálum félagsins og þeim grunni sem lagður var með yfirlýsingu um loftslagsmál. Myndaður hefur verið loftslagshópur innan Ölgerðarinnar sem heldur  utan um framkvæmd verkefnisins ásamt ráðgjöfum frá Klöppum. Stefna fyrirtækisins er að lágmarka áhrif á umhverfið og stefna sífellt að betri árangri í umhverfisvernd í daglegum rekstri fyrirtækisins. Markmið Ölgerðarinnar eru að:

  1. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
  2. Minnka myndun úrgangs
  3. Auka sjálfbærni í ferlum fyrirtækisins
  4. Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta










Árið 2017 var unnið að eftirfarandi verkþáttum:











  • Innleiðing á umhverfishugbúnaði hélt áfram árið 2017. Vinna við að þróa aðferðir til að mæla umhverfisáhrif vegna starfsemi fyrirtækisins og nýir verkferlar og aðferðir til gagnasöfununar og samkeyrslu gagna frá mismunandi upplýsingakerfum var þróað áfram. Útreikningar vegna sorplosunar voru uppfærðir og streymi gagna sannreynd. Mælanleiki á umhverfisáhrifum er forsenda þess að hægt sé að setja langtímamarkmið og fylgjast með árangri.
  • Upplýsingakerfið er nýtt við stjórnun og rekstur félagsins með umhverfisvitund að leiðarljósi og í því skyni að tryggja að mengun verði sem minnst vegna starfsemi félagsins.
  • Umhverfisbókhald var opnað fyrir starfsmönnum Ölgerðarinnar.
  • Farið var í verkefni með því að markmiði að bæta sorpflokkun í fyrirtækinu. Í samstarfi við starfsmannafélagið var gert átak í mötuneyti fyrirtækisins þar sem verðlaunað var fyrir það hversu vel tókst til að flokka. Einnig voru fengnir sérfræðingar í flokkun til að hjálpa starfsmönnum ef þeir voru í vanda og merkingar fyrir flokkun uppfærðar.
  • Ferli sorps var tekið í gegn til þess að laga misbresti í keðjunni. Þannig var komið í veg fyrir að flokkað sorp endaði á vitlausum stað.
  • Stofnaður var umhverfishópur þvert á fyrirtækið með því markmiði að þrýsta á umbætur á starfstað.
  • Nýtt þjónustufyrirkomulag var innleitt hjá Ölgerðinni með því markmiði að þjónustu viðskiptavini af meira öryggi og fyrirsjáanleika. Auk þess að minnka sóun í starfseminni og þannig takmarka umhverfisáhrif. Eldsneytisnotkun minnkaði um 6% milli ára hjá fyrirtækinu.
  • Markmið um 2% minnkun kolefnislosunar náðist.








Áherslur í umhverfismálum

















Markmið fyrirtækisins er að ná niður vistspori þess en slíkt verður gert með markvissum aðgerðum í umhverfismálum. Til að geta gert það hefur farið vinna í að innleiða umhverfishugbúnað og þróa aðferðir til að mæla umhverfisáhrif vegna starfsemi fyrirtækisins. Aðferðafræðin sem fyrirtækið notar til að skilgreina eigin virðiskeðju og mengunarþætti byggir á Greenhouse Gas Protocol. Þetta er stöðluð aðferðarfræði sem fyrirtæki hafa tileinkað sér með góðum árangri og er studd af vinnuhópi Festu.

Á síðustu árum hafa ýmsum verkefnum sem ætlað er að draga úr umhverfisáhrifum verið ýtt úr vör. Brugghús Ölgerðarinnar telst nú eitt það umhverfisvænasta í heimi. Framleiðsluferli þess er lokaður hringur þar sem allt hrat sem til fellur við suðu á malti og byggi er notað í svínafóður. Heitt vatn sem fellur til við suðu á bjórnum er notað til að bræða snjó af bílaplani og loks er kolsýran sem myndast við gerjun bjórsins, sem annars myndi fara í andrúmsloftið, nýtt í framleiðslu. Einnig má nefna kaup á sparneytnari bílum og útgáfu stafrænna reikninga sem draga úr notkun pappírs.













Olíunotkun



6% minna elsneyti á ökutæki







Ölgerðin leggur mikið upp úr því að bæði dreifingar- og söluleiðir séu vel skipulagðar og reglulega endurmetnar. Dreifikerfi fyrirtækisins er skoðað með því sjónarmiði að fækka eknum kílómetrum með tilsvarandi sparnaði á eldsneyti án þess að minnka þjónustu við viðskiptavini. Frá árinu 2011 hefur bílaeldsneytisnotkun minnkað um 18% og var minnkunin 6% milli 2016 og 2017.

Þegar skipt er út bílum í bílaflota Ölgerðarinnar er ávallt haft það að leiðarljósi að velja umhverfisvænni og eyðsluminni bíla ef starfið og þörfin er sú sama. Þannig er leitast eftir því að minnka umfang kolefnisspors frá bílaflotanum.

Ölgerðin hefur verið að prófa rafmagnsbíla í starfsemi sinni. Þeir rafmagnsbílar sem Ölgerðin hefur tekið inn hafa ekki verið með næga drægni til að anna þeim verkefnum sem sölu- og þjónustustörf krefjast. Á næsta ári ætlar Ölgerðin að skoða aðra möguleika á borð við vetnis- og tvinnbíla til að reyna að draga úr kolefnislosun bílaflotans.

Þungamiðja í bjórframleiðslu Ölgerðarinnar eru gufukatlarnir. Þeir eru tveir talsins og gengur annar fyrir rafmagni og hinn fyrir olíu. Á síðasta ári voru gufukatlarnir keyrðir minna á olíu og meira á rafmagni miðað við árið áður. Á næsta ári verður iðntölva sett upp á gufukatlana sem leiðir til þess að rafmagnsgufuketillinn verður settur í forgang og olíuketillinn verður því aðeins keyrður sem viðbót við rafmagnsketilinn. Óljóst hefur verið hvaða sveiflur í álagi rafmagnsketillinn ræður við og því hefur ekki verið hægt að keyra hann í forgangi. Þessi breyting hefur það að markmiði að draga úr kolefnislosun. Einnig mun Ölgerðin taka tillit til umhverfisáhrifa við endurnýjun á gufukötlum í framtíðinni.















Raforkunotkun



Gufukatlar keyrðir meira á raforku og minna á olíu

Raforkunotkun hefur aukist hjá Ölgerðinni milli ára og má skýra það út frá aukni raforku sem fer í annan gufuketilinn. Það er jákvæð þróun þar sem mun minni kolefnislosun er af raforku en olíu. Annar gufuketillinn er keyrður á olíu og hinn á rafmagni og því er eðlilegt að raforkunotkun aukist þegar rafmagnsgufuketillinn er keyrður meira en olíugufuketillinn.









Vatnsnotkun


12% samdráttur í heitavatnsnotkun







Heitavatnsnotkun minnkaði um 12% frá árinu áður. Heitavatnið er mest notað við þrif og til að bræða snjó af bílastæðum. Einnig er heitavatnið notað á ofna í húsinu.











Úrgangur




















































72% sorps er flokkað







Heildar úrgangur jókst um 27% milli ára. Um 40-50% af öllum úrgangi Ölgerðarinnar er hrat sem verður til við suðu á malti og bjór. Allt hrat frá Ölgerðinni er sótt af svínabónda og er notað sem svínafóður og því engin kolefnislosun sem verður vegna losun á hrati. 

Aukningu milli ára má skýra að mestum hluta vegna tveggja stórra fargana á ósöluhæfum vörum.


Eins og sjá má í umfangi sorplosunar eftir mánuðum voru tveir toppar í maí og september. Í maí voru nokkrar minni farganir og í september þurfti að farga miklu magni af Malti&Appelsíni og söfum. Förgun á vörum hefur víðtæk áhrif og þar á meðal á umhverfið. Farið var í að endurskoða ferla og verklag í kjölfarið.

Hlutfall flokkaðs sorps af heild minnkaði milli ára og var 72% 2017. Þetta er sorgleg þróun og verður farið í aðgerðir til að hækka þetta hlutfall. Hluta ástæðunnar má skýra með því að í stóru förgununum gátu sorpþjónustuaðilar ekki fargað á ábyrgan hátt, þar sem afkastageta var ekki næg. Eftir að það var ljóst var í sameiningu reynt að finna lausnir til að slíkt ætti sér ekki stað aftur. Í framhaldi var sett upp nýtt tæki hjá sorpþjónustuaðila sem getur nú tekið á móti förgunum í þessari stærð og fargað á ábyrgan hátt.

Ölgerðin rekur stórt vöruhús sem og framleiðslu þar sem mikið fellur til af bylgjupappa. Vinna hefur farið fram við að flokka þann pappa frá öðru sorpi til endurvinnslu og hefur flokkun aukist milli ára. Bylgjupappi er stærsti hluti flokkaðs úrgangs frá Ölgerðinni og því mikilvægt að hann rati á réttan stað.











Matarsóun





Mötuneyti Ölgerðarinnar sér öllum starfsmönnum, um 400 manns, fyrir morgun-, hádegis- og kvöldmat. Ölgerðin ásamt starfsmannafélaginu hófu verkefni sín á milli með því markmiði að auka flokkað sorp í mötuneyti fyrirtækisins. Komið var upp hvatakerfi þar sem starfsmenn mötuneytis gáfu einkunn eftir því hversu vel tókst til að flokka í hádeginu. Hverri einkunn fylgir mishá peningaupphæð sem starfsmannafélagið fær og getur nýtt til skemmtana fyrir starfsmenn. Á starfsmannafundi var farið yfir hvernig ætti að flokka. Í framhaldi voru sérfræðingar í flokkun fengnir til að hjálpa starfsmönnum til að flokka rétt í einu hádeginu. Þetta verkefni hófst í lok árs 2017 og mun halda áfram á næsta ári.








Pappírsnotkun




Ölgerðin hefur pappírslaus viðskipti að leiðarljósi. Fyrirtækið tók upp prentlausn sem heitir Rent a Prent sem hefur leitt til þess dregið hefur verulega úr prentuðum pappír. Starfsmannamöppur eru í auknum mæli á rafrænu formi og er stefnan sú að þær verði pappírslausar. Eitt af umbótaverkefnum fjármálasviðs hefur verið að koma viðskiptavinum í pappírslaus viðskipti með þeim hætti að reikningar komi rafrænt í stað þess að koma á prenti. Fjármálasvið hefur einnig haft samband við birgja til að fá senda rafræna reikninga. Þessi vinna mun halda áfram á næstu árum.









Efnavörur





Efnavörur eru notaðar í þrif og mælingar á framleiðslutækjum í framleiðslu fyrirtækisins. Leitast er eftir að nota vörur sem hafa minnst áhrif á umhverfið en þó aldrei á kostnað gæða framleiðsluvara. Ölgerðin kaupir efnavörur af Mjöll Frigg og Distica.









Innkaupastefna og birgjamat



Ábyrg innkaup

Birgjamat er eitt helsta vopn Ölgerðarinnar til þess að sporna við mannréttindabrotum og hafa jákvæð áhrif á málefni tengd samfélagsábyrgð og umhverfismálum. Þar sem innkaup eru mikilvægur þáttur í starfsemi Ölgerðarinnar fara birgjar í gegnum sérstakt stöðumat. Staðlaður spurningalisti er sendur á birgjann og framkvæmdastjóri þeirrar deildar sem vill stofna til viðskipta fer yfir svörin ásamt gæðastjóra Ölgerðarinnar. Þannig er hægt að meta hvort að birgjar uppfylli kröfur Ölgerðarinnar um gæði sem og samfélagsábyrgð. Birgjamatið hjálpar Ölgerðinni ekki aðeins við að hafa yfirsýn yfir gæðamál í innkaupum sínum heldur er það einnig gott tæki til þess að ýta undir vitundarvakningu um málefni samfélagsábyrgðar hjá þeim sem fyrirtækið verslar við.








Samgöngustefna


50 starfsmenn nýta sér samgöngustyrki

Ölgerðin bíður upp á samgöngusamning við starfsmenn sína. Í því felst að starfsmenn skuldbinda sig til að nýta vistvænar samgöngur á leið til og frá vinnu og er umbunað með styrk eða frádráttarhæfum greiðslum. Með vistvænum samgöngum er átt við að nýttur sé annar ferðamáti en einkabifreið t.d. að ganga, hjóla eða almenningssamgöngur. Árið 2017 nýttu 50 manns samgöngustyrk hjá Ölgerðinni.





Aðgerðaráætlun



Innleiðing á umhverfishugbúnaði




Vinna við innleiðingu á umhverfishugbúnaði hefur verið í gangi á árinu. Farið hefur fram vinna við að þróa aðferðir til að mæla umhverfisáhrif vegna starfsemi fyrirtækisins. Nýir verkferlar og aðferðir til gagnasöfnunar og samkeyrslu gagna frá mismunandi upplýsingakerfum hafa verið gerðar. Upplýsingatækni verður nýtt í ríkum mæli til að skapa þekkingu, bæði með því að ná utan um núverandi stöðu í umhverfismálum en einnig til að setja og halda utan um árlega markmiðasetningu um umbætur. Nú þegar hefur tekist að ná utan um stóran hluta losunar kolefnis frá ölgerðinni. Á næsta ári verður lögð áhersla á gagnasöfnun á losun vegna flugferða starfsmanna. Mælanleiki á umhverfisáhrifum gerir það að verkum að hægt er að setja langtímamarkmið í umhverfismálum hjá fyrirtækinu.







Opið umhverfisbókhald




Upplýsingar um framgang umhverfismála Ölgerðarinnar verður opið bæði gagnvart viðskiptavinum, neytendum og starfsfólki fyrirtækisins. Árlega verður gefin út skýrslu um framvindu í umhverfismálum Ölgerðarinnar og opnað verður fyrir raunaðgang að framvindu umhverfismála fyrir starfsmenn.







Möguleikar á tvinn- og vetnisbílum í starfseminni




Ölgerðin hefur verið að prófa rafmagnsbíla í starfsemi sinni. Þeir rafmagnsbílar sem Ölgerðin hefur tekið inn hafa ekki verið með næga drægni til að anna þeim verkefnum sem sölu- og þjónustustörf krefjast. Á næsta ári ætlar Ölgerðin að skoða aðra möguleika á borð við vetnis- og tvinnbíla til að reyna að draga úr kolefnislosun bílaflotans.








Fjölnota umbúðir í innri starfsemi fyrirtækisins




Tækifæri eru til að auka fjölnota umbúðir í stað einnota í innri starfsemi fyrirtækisins.







Fækkun pappírsmála í innri starfsemi





Mikið er notað af pappírsmálum fyrir kaffi í starfsemi fyrirtækisins. Farið verður í átak til að hvetja starfsfólk til að nota fjölnota mál. Einnig verður skoðað hvort hægt sé að setja upp fleiri skilastöðvar fyrir fjölnota mál innan fyrirtækisins.









Umbætur í sorpflokkun




Áfram verður unnið í umbótum á sorpflokkun. Mælaborð verður gert sýnilegt og verður tekin saman þróun í sorpflokkun og hún birt starfsmönnum. Reglulega verður tekið saman afmarkað efni sem getur bætt sorpflokkun og kynnt sérstaklega fyrir starfsmönnum. Markmið fyrir næsta ár er að auka flokkað sorp af heild upp í 75%.







Olíusparnaður




Olía er notuð í flutningskerfi og framleiðslu Ölgerðarinnar. Áfram verður unnið í því að fækka eknum kílómetrum í dreifikerfi og þar með minnka losun kolefnis. Samningur við Hreyfil um vistvæna leigubíla fyrir starfsmenn verður skoðaður. Í framleiðslu eru tveir gufukatlar, annar gengur fyrir olíu og hinn fyrir rafmagni. Á næsta ári verður iðntölva sett upp á gufukatlana sem leiðir til þess að rafmagnsgufuketillinn verður settur í forgang og olíuketillinn verður því aðeins keyrður sem viðbót við rafmagnsketilinn. Óljóst hefur verið hvaða sveiflur í álagi rafmagnsketillinn ræður við og því hefur ekki verið hægt að keyra hann í forgangi. Þessi breyting hefur það að markmiði að draga úr kolefnislosun. Einnig mun Ölgerðin taka tillit til umhverfisáhrifa við endurnýjun á gufukötlum í framtíðinni.







Verkefni með það að leiðarljósi að auka endurvinnsluhlutfall




Sett verður af stað verkefni með það að leiðarljósi að auka endurvinnsluhlutfall í starfsemi fyrirtækisins.







Endurskoðun á birgjamati




Meiri skerpa verður sett á umhverfismál í birgjamati. Innkaupareglur fyrir birgja verða uppfærðar með meiri áherslu á umhverfismál.





Aðferðafræðin












Árið 2016 var innleiddur hugbúnaður sem safnar mæligildum frá hverri rekstrareiningu og streymir þeim í miðlægan gagnagrunn fyrir umhverfismál. Í gagnagrunninum eru gögnin samtvinnuð, losun gróðurhúsalofttegunda reiknuð og greiningar á kolefnisspori fyrirtækisins framkvæmdar. Upplýsingarnar eru birtar í notendaviðmóti hugbúnaðarins sem hannað er til að gefa góða yfirsýn yfir umhverfismálin og ýmsa rekstrarþætti og þannig aðstoða stjórnendur við að ná fram árangri í umhverfismálum og aukinni rekstrarhagræðingu. 

Þeir útreikningar sem hér eru birtir byggja á aðferðafræði „Greenhouse Gas Protocol“ sem skiptir losunarþáttum í þrjú umföng:


Umfang 1 inniheldur þá losun sem telst til beinna áhrifa af starfsemi fyrirtækisins og nær yfir eldsneytisnotkun bílaflotans og olíuketil sem notaður er við framleiðslu. Umfang 1 lækkaði um 5% árið 2017 í samanburði við árið 2016. 

Umfang 2 inniheldur losun vegna rafmagnsnotkunar og húshitunar. Losun af þessu tagi telst til óbeinna áhrifa vegna starfsemi fyrirtækisins. Losun umfangs 2 hækkaði um 8% árið 2017 í samanburði við árið 2016.

Umfang 3 inniheldur óbeina losun vegna þjónustu við Ölgerðina. Hér er um að ræða ýmsa þætti, svo sem losun úrgangs, akstur starfsmanna til og frá vinnu og flug starfsmanna. Ölgerðin hefur gott yfirlit yfir losun vegna sorphirðu en til stendur að ná utan um viðskiptaferðir til útlanda og að gagnatenging komist á vegna leigubílaferða á vegum fyrirtækisins. Umfang 3 hækkaði um 42% árið 2017 í samanburði við árið 2016.

Þessi skýrsla birtir kolefnisspor Ölgerðarinnar árin 2015, 2016 og 2017 ásamt magntölum sem liggja á bakvið útreikninga á kolefnissporinu. Einnig er gerð grein fyrir öðrum þáttum eins og magni úrgangs og vatnsnotkun. Markmið fyrir næsta ár er lagt fram auk aðgerðaráætlunar fyrir árið 2017.













Umhverfisuppgjör Ölgerðarinnar 2017









ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMS HF - UMHVERFISUPPGJÖR 2017
LYKILTÖLUREining201520162017
Losun gróðurhúsalofttegunda



Umfang 1tCO2í2.3882.7072.581
Umfang 2 (landsnetið)tCO2í1.474--
Umfang 2 (afskráning upprunaábyrgða)tCO2í
146157
Umfang 3tCO2í119,0136,1193,7
Kolefnisspor án mótvægisagerðatCO2í3.980,42.989,22.931,8
> Mótvægisaðgerðir----
Kolefnisspor með mótvægisaðgerðumtCO2í3.980,42.989,22.931,8
Kolefnisvísar



Kolefnisvísir veltukgCO2í/kr-179,44175,99
Kolefnisvísir orkukgCO2í/MWst158,3120,1115,1
Kolefnisvísitala framleiðslukgCO2í/lítr0,07890,05470,0546
+ Samdáttur í vísitölu frá grunnári (2015)%-30,6%30,8%
Orkunotkun



HeildarorkunotkunkWst25.143.78724.883.44925.473.702
+ Orka vegna notkunar jarðefnaeldsneytiskWst9.270.42610.494.68410.001.096
   - Eldsneytisnotkun bifreiðakg.759.871860.220819.762
+ RaforkunotkunkWst8.998.1578.554.3139.531.376
+ Orka frá heitu vatni til húshitunarkWst6.875.2045.834.4525.941.230
    - Magn af heitu vatni til húshitunarm3118.538100.594102.435
Hlutfall endurnýjanlegrar orku%63,1%57,8%60,7%
Hlutfall endurnýjanlegrar raforku%100%100%100%
Neysluvatn



Heildarnotkun á neysluvatnim3259.112286.053251.834
+ Þar af kalt vatnm3259.112286.053251.834
+ Þar af heitt vatnm3---
Myndun úrgangs



Heildarmagn úrgangskg.1.682.871537.000601.000
Rekstrarúrgangurkg.585.935582.486837.668
+ Þar af flokkaður úrgangurkg.325.195339.342438.520
+ Óflokkaður úrgangurkg.260.740243.144399.148
Hlutfall flokkaðs úrgangs%55,5%58,3%52,4%
Ölgerðarhrat sótt af svínabóndakg.511.000537.000601.000
Förgun vörukg.

80.945
Rekstur



Heildarveltam.kr-16.65916.659
Seldir lítrarlítr50.423.29554.599.18053.696.507










SUNDURLIÐUN UPPGJÖRS



Umfang 1



Heildarlosun GHL í umfangi 1tCO2í2.3882.7072.581
Eldsneytisnotkun:lítr.896.8691.012.401964.352
+ Þar af MGO á olíuketillítr.567.274667.871639.185
+ Þar af metanlítr.3.5923.6992.986
+ Þar af bensínlítr.49.44732.91128.349
+ Þar af díselolíalítr.276.556307.920293.832
Eldsneytisnotkun:kg.759.871860.220819.762
+ Þar af MGO á olíuketilkg.485.019571.030546.503
+ Þar af metankg.2.6942.7742.240
+ Þar af bensínkg.37.08524.68421.262
+ Þar af díselolíakg.235.073261.732249.757
Umfang 2



Losun GHL í umfangi 2tCO2í1.474146157
+ Þar af losun vegna raforkunotkunartCO2í1.41394105
+ Þar af losun vegna heitavatnsnotkunar til húshitunartCO2í615253
RaforkunotkunkWst8.998.1578.554.3139.531.376
Orka vegna heits vatns til húshitunarkWst6.875.2045.834.4525.941.230
+ Heitt vatn til húshitunarm3118.538100.594102.435
Umfang 3



Heildarlosun GHL í umfangi 3tCO2í119,0136,1193,7
+ Þar af losun GHL vegna úrgangstCO2í119,0136,1193,7

Kolefnislosun frá Ölgerðinni minnkaði mikið frá árinu 2015-2016 eða um 33%. Þá lækkun má rekja til mikillar lækkunar í umfangi 2 vegna breytinga sem urðu á uppruna raforku á milli ára. Ölgerðin kaupir rafmagn frá Fallorku sem afskráði upprunaábyrgðir árið 2016 og seldi þar með 100% endurnýjanlega orku það ár. Árið 2015 afskráði Fallorka engar upprunaábyrgðir og þar með reiknast kolefnisspor rafmagns árið 2015 með hliðsjón af útreikningum Orkustofnunar um uppruna raforku það ár.

Þar sem minnkun frá árinu 2015 var nú þegar 33% og aðallega út af upprunaábyrgð raforku er markmiðið að minnka kolefnislosun Ölgerðarinnar frá 2016 til 2030 um 40%. Markmiðið frá fyrri skýrslu fyrir árið 2017 var að minnka kolefnislosun um 2% milli ára sem tókst. Eftir því sem hægt er að ná utan um fleiri þætti í umfangi kolefnislosunar Ölgerðarinnar munu þessir stuðlar breytast. Einnig getur kolefnislosunin breyst eftir því sem útreikningar verða nákvæmari. Þannig þarf að endurskoða markmið og aðgerðir frá ári til árs.