UMHVERFISSKÝRSLA 2017

UMHVERFISMÁL GARRA


Um skýrsluna
Gögn og upplýsingar birtar í þessari skýrslu gilda fyrir árið 2017. Gögn frá 2015 og 2016 eru sett fram til samanburðar.


Við hjá Garra berum virðingu fyrir umhverfinu og leitumst við að lágmarka skaðleg áhrif rekstrarins á náttúruna. Umhverfisvitund endurspeglast í rekstri fyrirtækisins, stjórnun og daglegum störfum starfsfólks. Stefna Garra er að lágmarka áhrif á umhverfið og stefna sífellt að betri árangri í umhverfisvernd í daglegum rekstri fyrirtækisins. 

Garri hefur sett sér eftirfarandi umhverfismarkmið:


 • Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
 • Að vinna að aðgerðum til að sporna við matarsóun
 • Að minnka myndun úrgangs til urðunar með því að flokka sorp
 • Draga úr notkun pappírs
 • Auka notkun á umhverfisvænum vörum
 • Auka umhverfisvitund starfsmanna
 • Mæla og miðla upplýsingum um stöðu og árangur á sviði umhverfismála
 • Að mæta þörfum viðskiptavinarins í umhverfismálum


Myndaður var starfshópur innan Garra sem heldur utan um framkvæmd umhverfisverkefnisins með stuðningi ráðgjafa og hugbúnaði sem safnar upplýsingum um umhverfisþætti fyrirtækis með rafrænum hætti.


ÁHERSLUR OG ÁRANGUR Í UMHVERFISMÁLUMNýtt umhverfisvænt húsnæðiÁ árinu 2017 var fullur þungi lagður í að ná utan um umhverfismál Garra og mæla lykilbreytur. Nýjar höfuðstöðvar Garra voru í byggingu og áhersla var lögð á að hönnun og bygging á nýjum höfuðstöðvum Garra tæki mið af helstu nýjungum í tækjabúnaði til hámörkunar á nýtingu orku, orkusparnaðar og umhverfisstjórnunar. Nefna má að:


 • Mest allt byggingarefni höfuðstöðvanna er endurnýtanlegt
 • Umhverfisvæn steinull var valin sem einangrun í stað umhverfisspillandi polyurethane einangrunar.
 • Bílar sem ganga fyrir rafmagni og Metan voru keyptir í stað dieselbíla. Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eru við húsið og stefnt er að því að fjölga rafmagnsbílum í flota Garra.
 • Lýsing í húsinu er öll hámarks orkusparandi LED lýsing.
 • Upphitun húss er mjög orkusparandi en snjallar lausnir í dreifingu varma með geislahitun gegna lykilhlutverki í að fá hámarksnýtingu á orku og afköstum.
 • Frysti og kæliklefar eru keyrðir á kolsýru. Bylting er að verða í notkun kælimiðla og kolsýra að taka við af umhverfisspillandi efnum á borð við freon eða ammoníak. Kolsýran sem Garri notar er 100% náttúrulegt efni sem hefur engin umhverfisspillandi áhrif og er unnin á Íslandi.
 • Allir lyftarar og vinnuvélar nota lithium rafhlöður sem er nýjung og kemur í stað hefðbundinna sýrurafgeyma. Auk þess eru þeir mun öruggari og minnka slysahættu.


Garri leitast við að sýna ábyrgð gagnvart framtíð og íbúum landsins í verki. Með nýjum höfuðstöðvum er stigið ákveðið skref í þá átt og markar skref í átt til framtíðar.


Hér að neðan verður fjallað um árangur af aðgerðum sem farið var í árið 2017 til að vinna að þeim markmiðum sem Garri hefur sett sér og einnig fyrirhugaðar aðgerðir ársins 2018.
Eldsneytisnotkun bílaflotansEldsneytisnotkun bílaflotans jókst um 2,1% á milli áranna 2016 og 2017.


Bílafloti Garra er samsettur af bílum sem nota bensín, olíu, metan og síðast en ekki síst rafbílum. Stefna Garra er að velja ávallt umhverfisvænni og eyðsluminni bíl ef möguleiki er á því við endurnýjun. Dreifingar- og söluleiðir eru reglulega skoðaðar með það að sjónarmiði að hagræða akstri fyrirtækisins án þess þó að skerða þjónustu við viðskiptavini.

Upplýsingum um eldsneytistöku hverrar bifreiðar er streymt rafrænt í umhverfishugbúnað Garra þar sem hægt er að fylgjast með notkun flotans og mæla þau umhverfisáhrif sem af akstrinum hljótast.


Í umhverfisuppgjörinu hér að neðan sést að eldsneytisnotkun eykst á milli ára sem skýrist af auknu umfangi í söluhluta og veltu fyrirtækisins en einnig sést að hlutfall díselbíla fer minnkandi á kostnað bensínbíla. Jafnframt var bætt við bílum sem ganga fyrir metani og rafmagni.  Hafa ber einnig í huga að nýrri bílar eru sparneytnari en en eldri bílar sem skipt hefur verið út.
Raforka

Rafmagnsnotkun í húsnæði Garra á Lynghálsi 2 jókst á milli áranna 2016 og 2017 um 41.502 kWst eða um 5,5%.
Aukin notkun er vegna aukinna umsvifa í rekstri sem hefur leitt af sér lengingu vinnutíma og fjölgun tækja sem ganga fyrir rafmagni. Flutt var inn í Hádegismóa 1 um miðjan desember 2017.


Vatnsnotkun
Notkun á bæði heitu og köldu vatni jókst á árinu 2017 þegar miðað er við árið 2016. Notkun á heitu vatni jókst um 3.165 m3 eða um 22,5%. Notkun á köldu vatni jókst um 688 m3 á milli ára eða um 18,3%.
Úrgangur

Heildarmagn úrgangs að frádregnum framkvæmdaúrgangi sem sótt er í starfsstöðvar Garra dróst saman á milli áranna 2016 og 2017 um 12.694 kg. eða 20,9%. Á árinu 2016 var farið í endurskoðun á vöruvali og tiltekt í vörubirgðum. Í tengslum við það var vöru fargað vöru sem hafði safnast upp undanfarin ár og skýrir sú aðgerð hækkunina á úrgangi árið 2016 þegar miðað er við árið 2015.

Þegar flokkunarhlutföll eru skoðuð má þó sjá að flokkun dróst að saman á milli áranna 2016 og 2017. Eins og nefnt var hér að ofan var farið í tiltekt og förgun í tengslum við flutninga úr Lynghálsi í nýjar höfuðstöðvar þar sem ljóst var að ekki færi allt með á nýjan stað. Við slíka tiltekt er mikið af úrgangi óflokkaður.

Á árinu 2007 var hafist handa við að flokka úrgang frá skrifstofum og mötuneyti í flokkunarkerfi. Flokkað var i flesta flokka utan matarúrgangs en slík flokkun mun hefjast á árinu 2018. Magnið er ekki mikið af heildarmagni úrgangs en árið 2018 gefst tækifæri til að vinna með og ná betra utanumhaldi við skipulag flokkunar í nýju húsnæði Garra.

Plast
Plastfilmur utan af aðfluttri vöru fellur til í þó nokkru magni og eru þær flokkaðar sérstakleg og baggaðar. Þeim er skilað inn sem flokkað  sorp til Sorpu. Plastflöskur sem falla til vegna neyslu starfsmanna er einnig safnað og sent í Endurvinnslustöðvar.
Innkaupastefna og birgjamat
Garri hefur viðskiptavini sína að leiðarljósi þegar kemur að hámörkun gæða í vörum og þjónustu ásamt því að stuðla að vistvænni virðiskeðju. Garri mætir umhverfisstefnu viðskiptavina sinna með því að lágmarka umbúðir við afhendingu vara, með góðu framboði á umhverfisvænum vörum og með auknu gagnsæi á vistvænum innkaupum viðskiptavina í formi rafrænnar upplýsingagjafar til viðskiptavina.

Garri leggur mikið upp úr gæðum í hráefni og framleiðslu sinna birgja og að þeir séu ábyrgir gagnvart samfélaginu og umhverfi.AGERÐAÁÆTLUN GARRA
Innleiðing á umhverfishugbúnaði

Umbætur í sorpflokkun

Sorpflokkun verður bætt til muna í nýju húsnæði Garra í Hádegismóum. Leitast verður við að draga úr plastnotkun innan fyrirtæksins með því að nota umhverfisvæn, niðurbrjótanleg pappamál í stað hefðbundins plasts. Lífrænt sorp verður flokkað sérstaklega og sent til moltugerðar og dregið verður úr því sorpi sem sent er til urðunar. Athugað verður hvort möguleiki sé á því að draga úr því magni úrgangs sem fellur til vegna förgunar á vörum á lager.


Þjálfun starfsmanna

Til að tryggja trausta innleiðingu á umhverfisstefnu Garra er mikilvægt að starfsmenn fái þjálfun í flokkun úrgangs. Starfsmenn fá þjálfun í flokkun og meðhöndlun úrgangs svo að aðgerðir þeirra séu í takt við markmið fyrirtækisins í úrgangsmálum.


Innleiðing á prentlausn

Í upphafi árs 2018 festi Garri kaup á hagvæmari prentara til nota sem stilltir voru á svart/hvíta prentun nema beðið sé um annað sérstaklega. Vonir standa til þess að þessi lausn skili umtalsverðum árangri varðandi fjölda prentaðra blaðsíðna.


Mótvægisaðgerðir

Stefnt er að því að gera samning við Skógræktarfélag Íslands um plöntun trjáa til að kolefnisjafna stafsemi Garra.AÐFERÐARFRÆÐIN


Lýsing á aðferðafræðinni og úrvinnslu umhverfisgagnanna.


Þeir útreikningar sem hér eru birtir byggja á aðferðafræði „Greenhouse Gas Protocol“ sem skiptir losunarþáttum í þrjú umföng:Umfang 1 inniheldur þá losun sem telst til beinna áhrifa af starfsemi fyrirtækisins og nær yfir eldsneytisnotkun bílaflotans og olíuketil sem notaður er við framleiðslu.

Umfang 2 inniheldur losun vegna rafmagnsnotkunar og húshitunar. Losun af þessu tagi telst til óbeinna áhrifa vegna starfsemi fyrirtækisins.

Umfang 3 inniheldur óbeina losun vegna þjónustu við Garra. Hér er um að ræða ýmsa þætti, svo sem losun úrgangs, akstur starfsmanna til og frá vinnu og flug starfsmanna. Garri hefur gott yfirlit yfir losun vegna sorphirðu en til stendur að ná utan um viðskiptaferðir til útlanda árið 2018.

Þessi skýrsla birtir kolefnisspor Garra árin 2015, 2016 og 2017 ásamt magntölum sem liggja á bakvið útreikninga á kolefnissporinu. Einnig er gerð grein fyrir öðrum þáttum eins og magni úrgangs og vatnsnotkun.


UMHVERFISUPPGJÖR

Taflan hér til hliðar sýnir umhverfis-uppgjör Garra fyrir árin 2015, 2016 og 2017.

 
GARRI EHF - UMHVERFISUPPGJÖR 2017LYKILTÖLUREining201520162017
Losun gróðurhúsalofttegundaUmfang 1tCO2í87,897,795,8
Umfang 2 (landsnetið)-113,1
-
Umfang 2 (afskráning upprunaábyrgða)-
15,517,6
Umfang 3-10,916,716,4
KolefnissportCO2í211,8129,9129,8
KolefnisvísarKolefnisvísir veltukgCO2í/m.kr.60,732,733,0
Kolefnisvísir húsnæðiskgCO2í/m37,854,814,81
Kolefnisvísir starfsmannatCO2í/fj.stm.3,11,71,6
Kolefnisvísir orkukgCO2í/MWst0,120,070,06
    Breyting á vísitölu frá grunnári (2015)%--43,6%-49,5%
OrkunotkunHeildarorkunotkunkWst1.783.3661.938.8522.165.428
    Orka vegna notkunar jarðefnaeldsneytis-333.790371.057367.357
    Raforkunotkun-676.900752.431799.137
    Orka vegna heitavatnsnotkunar til húshitunar-772.676815.364998.934
Hlutfall endurnýjanlegrar orku%81,3%80,9%83,0%
Hlutfall endurnýjanlegrar raforku%71,0%100,0%100,0%
NeysluvatnHeildarnotkun á neysluvatnim33.2033.7634.451
    Kalt vatn-3.2033.7634.451
    Heitt vatn----
ReksturHeildarstærð húsnæðism327.00027.00027.000
Heildarveltamill.kr3.4873.9693.934
Fjöldi starfsmannafj.697581

SUNDURLIÐUN UPPGJÖRSUmfang 1Heildarlosun í umfangi 1tCO2í87,897,795,8
    Losun vegna eldsneytisnotkunar-87,897,795,8
Keyptir lítrarlítr.34.40238.20739.013
    Díselolía-28.993,032.499,023.275,0
    Bensín-5.4095.70814.138
    Metann.lítr.--1.600,0
Keypt kílógrömmkg.28.70131.90531.587
    Díselolía-24.644,127.624,219.783,8
    Bensín-4.0574.28110.603
    Metan---1.200,0
Umfang 2Heildarlosun í umfangi 2tCO2í113,115,517,6
    Losun vegna raforkunotkunar-106,38,38,8
    Losun vegna notkunar á heitu vatni til húshitunar-6,87,28,8
RaforkunotkunkWst676.900752.431799.137
Orka vegna heits vatns til húshitunar-772.676,0815.364,0998.934,0
    Heitt vatn til húshitunarm313.32214.05817.223
Umfang 3Heildarlosun í umfangi 3tCO2í10,916,716,4
    Losun vegna sorplosunar-10,916,716,4
Heildarmagn úrgangskg42.30060.64047.946
    Flokkaður úrgangur-10.710,017.390,011.436,0
    Óflokkaður úrgangur-31.59043.25036.510
        Framkvæmdaúrgangur---10.080,0
Hlutfall flokkaðs úrgangs%25,32%28,68%23,85%