SAMFÉLAGSSKÝRSLA 2017


     

   

Um samantektinaSAMFÉLAGSÁBYRGÐ KLAPPAGögn og upplýsingar birtar í þessari samantekt gilda fyrir árið 2017 og tengjast meginstarfsemi félagsins. Gögn frá árunum 2015 og 2016 eru sett fram til samanburðar.Klappir gefur nú út samfélagsskýrslu í annað sinn.

Kjarnastarfsemi Klappa grænna lausna snýst um einn aðalflokk samfélagslegrar ábyrgðar, þ.e. umhverfismálin.

Starfsemin gengur út á að þróa og selja hugbúnað fyrir umhverfisstjórnun. Umhverfisstjórnun vísar til stjórnunar fyrirtækja og stofnana á umhverfisþáttum í starfsemi sinni með kerfisbundnum, skipulögðum og mælanlegum hætti. Í því felst að verklagsreglur um umhverfisþætti eru festar, aðgerðir ákveðnar, markmið sett og framgangur mældur. 

Klappir selur hugbúnað sinn eingöngu á Íslandi enn sem komið er.

Upplýsingasöfnun og miðlun upplýsinga til innri og ytri hagaðila skapa grundvöll fyrir árangursríka umhverfisstjórnun sem er markmið fjölmargra stofnana og fyrirtækja í dag.

Fyrir um það bil tveimur árum hófst vinna hjá Klöppum við að skoða náið eigin umhverfismál, aðallega úrgangsmálin og nokkru síðar beindist athyglin einnig að hinum þáttum samfélagslegrar ábyrgðar; félagslegum þáttum og stjórnarháttum.   

Hvorutveggja var að Klappir vilja gera sitt besta til að standa sig í þessum málum og að mikilvægt er að verða samferða viðskiptavinum okkar sem vilja vinna að því að bæta sig sífellt, ekki einungis í umhverfisþáttum samfélagslegrar ábyrgðar heldur einnig hvað varðar félagslega þætti og stjórnarhætti.

Klappir hófu fyrir rúmu ári vinnu við að þróa hugbúnað til að halda utan um samfélagsskýrslur og er sú þróun yfirstandandi enn í dag. 

Skýrsla þessi var unnin með aðstoð hugbúnaðarins. Hún birtir upplýsingar um stöðu mála í samfélagslegri ábyrgð hjá Klöppum árið 2017 ýmsum hagaðilum til fróðleiks, svo sem fjárfestum og viðskiptavinum.  Fyrri hluti skýrslunnar inniheldur umfjöllun um þróun mála á árinu varðandi hina ýmsu þætti og síðari hlutinn er tafla með tölulegum upplýsingum.

Við gerð skýrslunnar er reynt að endurspegla það sem vel er gert, það sem betur mætti fara og álitamál sem komið hafa upp við innleiðingu samfélagsábyrgðar.

Skýrslan byggir á ESG leiðbeiningum sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum gáfu út í mars 2017. Þær leiðbeiningar eru byggðar á ráðleggingum sem settar voru fram árið 2015 af Sameinuðu þjóðunum, samtökum um sjálfbærar kauphallir (Sustainable Stock Exchange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kauphalla (World Federation of Exchange). Einnig er vísað í tilheyrandi viðmið GRI Standard (Global Reporting Initiative, GRI100-400) og meginreglur (Principles 1-10) alþjóða sáttmála Sameinuðu þjóðanna (United Nation Global Compact, UNGC).  

Síðla árs 2017 gerðist Klappir meðlimur í UN Global Compact og vill með því taka þátt í því, með öðrum fyrirtækjum, hérlendis og erlendis, að vinna gegn aukinni mengun í heiminum, efla sig í góðum rekstri og stjórnarháttum og vernda mannréttindi.

Þrír flokkar samfélagslegrar ábyrgðar með undirþáttum samkvæmt ESG leiðbeiningum Nasdaq:

UMHVERFISÞÆTTIR  (E)
Ísland er aðili að ýmsum alþjóðlegum sáttmálum og samningum um umhverfismál sem fela í sér kröfur til lögaðila, en umhverfisábyrgð er ein af mikilvægustu forsendunum fyrir lífi og sjálfbæru samfélagi.  

Klappir er hugbúnaðarfyrirtæki á sviði umhverfisstjórnunar og hefur frá stofnun haft það markmið að vera þátttakandi og aflvaki umbreytinga í umhverfismálum almennt,  einkum hér á landi.  Kjarnastarfsemi fyrirtækisins gengur út á að aðstoða rekstaraðila, sem falla undir lögin, að mæta sinni ábyrgð á fullnægjandi hátt.  Einnig að aðstoða rekstraraðila sem munu á komandi árum falla undir slík lög.  Með þeirri aðstoð taka Klappir beinan þátt í að stuðla að því að Ísland nái þeim markmiðum sem sett hafa verið um minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundum.

Klappir gerir þetta með eftirfarandi hætti:

 • Við viljum gera öllum aðilum samfélagins svo sem fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum auðveldara að greina og skilja eigið álag á umhverfi sitt, marka sér stefnu til úrbóta og vinna að því að lágmarka eigið vistspor
 • Þróum hugbúnað sem er aðgengilegur fyrir alla
 • Byggjum upp traust langtímasamband við viðskiptavini okkar og aðra hagaðila
 • Höldum námskeið til að auka þekkingu og skilning á umhverfismálum
 • Vinnum að því að lágmarka eigið vistspor
 • Tökum virkan þátt í opinberri og sértækri umræðu um umhverfismál á Íslandi
 • Við sköpum grundvöll fyrir gagnsæi upplýsinga og bjóðum upp á tæknilegar lausnir til að einfalda eftirlit með mengandi þáttum í starfsemi fyrirtækja og stofnana.
 • Við gerum viðskiptavinum kleift að takast á við áhrif sem starfsemin og ákvarðanir tengdar henni hafa, bæði í nær og fjær samfélagi.
 • Við styðjumst við alþjóðlega viðurkennda ferla og aðferðafræði til að hjálpa viðskiptavinum að greina meta og draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif.


E1 - E8  UMHVERFISÞÆTTIRÍ töflunni aftast í skýrslunni birtast tölur varðandi þættina E 1.- 8.    Um er að ræða kolefnisuppgjör og kolefnisvísa, beina og óbeina orkunotkun, orkuvísa, helstu orkugjafa og endurnýjanlega orku, vatnsnotkun og úrgang frá starfseminni. 


E1 KOLEFNISUPPGJÖR
BEIN&ÓBEIN LOSUN CO2


( GRI 305-1,2,3,5 | UNGC )


Eins og sést á myndinni hér að ofan hefur náðst góður árangur í því að draga úr áhrifum félagsins á umhverfi sitt. Þessi árangur hefur náðst vegna aukinnar flokkunnar, minni notkun jarðefnaeldsneytis og minni notkun á heitu vatni.   

E2 KOLEFNISVÍSAR

(GRI 305-1,2,3,5 | UNGC)

Frá árinu 2015 hefur losun félagsins dregist saman, þrátt fyrir mikinn vöxt, úr 4,62 tCO2í  2015 í 4,22 tCO2í 2017. 

Losunin er 0,20 tCO2í á starfsmann og hefur því losunin dregist verulega saman frá árinu 2015 þegar hún var 0,46 tCO2í/á starfsmann.


Klappir náðu miklum árangri í minnkun kolefnisfótspors á árinu. Mestu munaði um að nánast eingöngu voru notaðir rafmagnsbílar í ferðum starfsmanna og einnig að vegna góðrar frammistöðu í sorpflokkun minnkaði magn sorps til urðunar stórlega. Einnig búa margir starfsmannanna nálægt félaginu og ganga til vinnu aðrir nota almenningssamgöngur, nota rafbíla og hjóla.Kolefnisvísir sem Klappir nota sem árangursviðmið er losunin í kgCO2í/ velta í mkr. Árangurinn á milli áranna 2016 og 2017 er 46,2% (sjá mynd) en þessi breyting á vísitölunni til batnaðar markast einnig af því að þó veltuaukningin hafi verið 71% þá hefur náðst að draga úr heildarlosun. Ekkert hefur verið flogið á árinu í viðskiptaerindum.


E3 BEIN OG ÓBEIN ORKUNOTKUN


( GRI 302-1  |  UNGC )


Rafmagnsnotkun Klappa á árinu var í heildina 23.661 kWst. Klappir kaupa rafmagn af ON sem hafa afskráð upprunaábyrgðir þannig að öll raforka er tekin sem 100% endurnýjanleg orka. Stuðull til að reikna út losun vegna raforkunotkunnar er fenginn frá ON. Notkun á heitu vatni hefur minnkað frá árinu 2016 en orkunotkun vegna húshitunar hefur minnkað úr 1.002 kWst í 807 kWst.E4 ORKUVÍSIR

(GRI 302-3-a  |  UNGC)Klappir nota þrenns konar orkuvísa skv. leiðbeiningum ESG. Reiknuð er út orka sem fyrirtækið þarf árlega fyrir hvern fermeter af húsnæði (tCO2í pr. fermeter).  Því næst er reiknuð út orka sem fyrirtækið þarf árlega fyrir hvern starfsmann í fullu starfi og að lokum er reiknuð út orka sem starfsemin notar árlega í hlutfalli við tekjur fyrirtækisins (Sjá töflu).  


E5 HELSTU ORKUGJAFAR

(GRI 302-3-c  |  UNGC)

Klappir er í leiguhúsnæði og getur ekki fengið nákvæmar upplýsingar um notkun sína á rafmagni og heitu vatni.  Tölur um raforkunotkun og hitaveitu eru fengnar frá leigusala Klappa, en um er að ræða áætlun um notkun miðað við rúmmetra. Klappir hefur ekki farið út í að innleiða Led-lýsingu á skrifstofunni þó það myndi vafalaust draga nokkuð úr raforkunotkun.

E6  ENDURNÝJANLEG ORKA

(GRI 302-1-b  |  UNGC P7, P8, P9)Auk þess að nota rafmagn til lýsingar og fyrir tölvur á skrifstofu, notar Klappir rafmagn fyrir akstur en fyrirtækið hefur í tvö ár notað rafmagnsbíla í ferðum til viðskiptavina og samstarfsfélaga á Reykjavíkursvæðinu. 
Það hefur haft það í för með sér að kolefnisfótspor félagsins hefur lækkað verulega á milli áranna 2016 og 2017 eins og sést á töflunni hér að neðan.

Rafmagnsnotkun vegna hleðslu bílanna hefur ekki verið skráð og því ekki tekin með í umhverfisuppgjöri félagsins.

Þegar starfsmenn hafa heimsótt viðskiptavini og samstarfsmenn utan höfuðborgarsvæðisins hafa þeir notað díselbíl og eldsneytisnotkun hans er skráð í töflunni hér að neðan.


E7  VATNSNOTKUN

(GRI 303-1,3-a  |  UNGC )

Ekki eru til staðar sérstakir mælar í húsnæðinu til að mæla notkun hvers leigutaka fyrir sig á köldu og heitu neysluvatni og eru því tölurnar áætlaðar fyrir 2017 eins og fyrir 2016 og 2015. Kaldavatnsvísir er áætlaður 70 l. á ári pr. starfsmann og starfsmenn (fastráðnir starfsmenn og verktakar) voru 21.   Notkun á köldu vatni voru því skv. áætlun 1.470 lítrar.

E8  ÚRGANGUR

(GRI 306-2  |  UNGC P7, P8 )


Flokkun og mælingar úrgangs hófust 9. ágúst 2016 og hefur allur úrgangur verið flokkaður og viktaður síðan.

Klappir hafði frumkvæði að snyrtingu og málun sorpgeymslu hússins fyrir tveimur árum síðan og voru leiðbeiningar sorphirðufélags hússins, Íslenska Gámafélagsins, settar upp á veggi í geymslunni. Ráðgjafi frá þeim kom og ráðlagði leigjendum í húsinu um flokkun. 

Samleigjendur í húsinu (einungis skrifstofur) voru hvattir til að flokka úrgang og setja í viðeigandi gáma og tunnur.  Klappir héldu á árinu áfram að leigja tunnu undir lífrænan úrgang og bjóða samleigjendum í húsinu að nýta þá tunnu þeim að kostnaðarlausu.  Að mestu leiti hefur þetta gengið vel og flestir flokka sinn úrgang.

Mikill árangur náðist í flokkunarmálum hjá Klöppum á árinu. Markmiðið var að minnka hlutfall urðaðs úrgangs og einungis rúmlega 50 kg. komu frá starfseminni af úrgangi til urðunar, sjá nánar töflu. Flokkað var í plast, pappír og pappa, lífrænan úrgang, kaffikorg, rafhlöður og ljósaperur, málma/gler, flöskur og dósir. 

Klappir leggur áherslu á að standa sig vel hvað varðar flokkun sorps og eru nýjir starfsmenn umsvifalaust settir vel inn í flokkunarmál fyrirtækisins.  Flestir þeirra sinna flokkun vel heima. 

Reynt er að fá aðkeyptan mat starfsmanna í stærri gastroílátum en ekki plastílátum og hefur það gengið vel. Magn plastsúrgangs hjá Klöppum allt síðasta ár var u.þ.b. 2,4 kg. á starfsmann og telst það fremur lítið fyrir fyrirtæki af þessarri stærð.  Stærsti úrgangsflokkurinn var kaffikorgur en hann má nota til ýmiss konar framleiðslu og hefur Klappir áhuga á að hann verði að auðlind í höndum einhverra sem geta gert verðmæti úr honum.E9  UMHVERFISSTEFNA 

 ( GRI 102-34/103-2  |  UNGC-SD )

Klappir hafa umhverfismál að leiðarljósi í allri starfsemi sinni og má segja að umhverfissjónarmið séu samþætt allri kjarnastarfseminni. Markmið okkar er að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með því að lágmarka öll umhverfisáhrif frá starfseminni og ákvörðunum í tengslum við starfsemina.  Fyrirtækið hefur mótað stefnu í eigin umhverfismálum og mun hún birtast á heimasíðu Klappa á árinu 2018. 


MEGINATRIÐIN Í UMHVERFISSTEFNU KLAPPA ERU ÞESSI:

 • Flokka allan úrgang frá starfseminni og setja okkur markmið um að minnka sótsporið á hvern starfsmann eins og mögulegt er.
 • Fara sparlega með orku í starfseminni.
 • Notast við símafundi og Skybe-fundarbúnað ef og þegar mögulegt er í stað þess að aka eða fljúga til viðskiptavina og/eða samstarfsaðila.
 • Prenta eins lítið út og hægt er og nýta pappír vel.
 • Hvetja og styðja starfsfólk í að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfi og heima fyrir, m.a. taka þátt í flokkun á vinnustaðnum og flokka heima, draga úr plastnotkun, íhuga kaup á vistvænum bifreiðum, nota umhverfisvænan samgöngumáta.
 • Velja umhverfisvænar vörur þar sem því verður við komið.
 • Versla við birgja sem vinna í sínum umhverfismálum og bjóða umhverfisvænar vörur, þ.á.m. hreingerningarvörur.
 • Nota rafbíl sem ft. hefur aðgang að og aðra umhverfisvæna bíla þar sem því verður við komið í ferðum til viðskiptavina innan borgarinnar.
 • Draga úr matarsóun með skynsömum innkaupum og nýtingu matar.

Frá upphafi starfseminnar hefur Klappir notað umhverfisvottaðar hreinlætisvörur. Á árinu 2018 munu prentunarmál fyrirtækisins verða skoðuð nánar og reynt verður að draga úr litaprentun og einnig að auka prentun á báðar hliðar til að draga úr pappírsnotkun.  


E10 UMHVERFISÁHRIF

( GRI 307/103-1 | UNGC )

Starfsemi Klappa fellur ekki undir lög nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð. Þrátt fyrir það vill fyrirtækið leggja áherslu á að uppfylla allt sem farið er fram á í þeim lögum og vera brautryðjendur fyrir aðra á sömu vegferð.   Áhrif starfsemi fyrirtækisins á umhverfið eru lítil miðað við stærri fyrirtæki og stofnanir til dæmis framleiðslufyrirtæki og samgöngufyrirtæki. Fótspor fyrirtækisins er einkum tengt úrgangi, samgöngum, raforku og upphitun. 
FÉLAGSLEGIR ÞÆTTIR (S)S1  LAUNAHLUTFÖLL

( GRI 405-2/102-38  |  UNGC )


Starfskjarastefna Klappa er í vinnslu og tekur hún mið af langtímasjónarmiðum um heilbrigðan rekstur fyrirtækisins hvað varðar laun og aðrar greiðslur til almennra starfsmanna, stjórnarmanna, stjórnenda, regluvarðar og innri endurskoðenda. Markmið Klappa er að endurskoða starfskjarastefnuna árlega.  

Stjórnarsetja er ólaunuð í fyrirtækinu.  Framkvæmdastjóri og aðrir stjórnendur þiggja ekki bónusa.


S2  LAUN EFTIR KYNI

( GRI 405-2  |  UNGC )Starfsmannafjöldi Klappa er undir 25 manns og þarf fyrirtækið því ekki að stefna að jafnlaunavottun sbr. lög nr. 56/2017, sem tóku gildi 1. janúar 2018.  Klappir vilja þó leggja áherslu á jafnan aðgang kynjanna að störfum hjá fyrirtækinu og hefur haft jafnréttis- og jafnlaunastefnu í vinnslu sem mun verða kynnt á árinu 2018.


S3  STARFSMANNAVELTA

 ( GRI 401-1  |  UNGC )Starfsmannaveltan í fyrirtækinu hefur verið mjög lítil gegnum árin og árið 2017 var ekki undantekning.Einungis einn hætti störfum á árinu og einum var sagt upp störfum. 


S4  JAFNRÉTTI KYNJANNA

(GRI 405-1 | UNGC)Laun kvenna og karla í sambærilegum störfum í fyrirtækinu eru jöfn.  Fimm konur störfuðu hjá fyrirtækinu. 

S5  SAMSETNING STARFA

( GRI 102-8 |  UNGC )


Klappir leitast við að ráða til sín konur jafnt sem karla í öll störf í fyrirtækinu.  Því miður berast fyrirtækinu mun færri umsóknir frá konum en körlum hvort sem um er að ræða ótilhvattar umsóknir eða umsóknir vegna auglýstra starfa.   

Á vormisseri fóru því tveir stjórnendur Klappa (konur) á fund hjá H.R. tölvunarfræðideild til að ræða leiðir til að hvetja stúlkur í tölvunarfræði og verkfræði til að sækja um störf hvort sem er auglýst eða ekki.

Tvær konur voru verktakar hjá fyrirtækinu á árinu og þrír karlar.   Tvær voru fastráðnar og þar af ein í hlutastarfi.

Hlutfall fastráðinna starfsmanna  á árinu var 80%.  Vegna eðli starfsemi Klappa og aukins umfangs hefur verið nokkuð hátt hlutfall verktaka og það fyrirkomulag mun að öllum líkindum halda áfram þar sem það hæfir starfseminni vel í mörgum tilfellum.

Klappir leggur áherslu á að bjóða fólki möguleika á hlutastörfum.  

 

Klappir gerir sér grein fyrir mikilvægi jafnvægis í aldursdreifingu þar sem þekking, reynsla og tengsl mismunandi aldurshópa styrkir innra starfsumhverfi og samkeppnishæfni. Aldursdreifingin telst ágæt og eðlileg miðað við starfsemi fyrirtækisins. Stór hluti starfseminnar snýst um að þróa og forrita hugbúnað er við því að búast að starfsmenn séu í yngri kantinum.  S6 JAFNRÆÐISSTEFNA

(GRI 406-DMA Non-discrimination | UNGC P6)
Í starfsmannastefnu sem hefur verið í smíðum undanfarið er jafnræðisstefna skráð og mun hún verða birt á heimasíðu á árinu. 
Klappir er meðvitað um stefnur og lög í jafnréttismálum og vill stuðla að jöfnum tækifærum fólks til að sækja um störf hjá fyrirtækinu. Sem fyrr segir vill Klappir leita áfram leiða til að hvetja konur og stúlkur til að gefa kost á sér í vinnu hjá félaginu. 

Klappir virðir mannréttindi fatlaðra einstaklinga, einstaklinga af erlendum uppruna og af öllum kynjum.  Litið er til styrkleika, mismunandi reynslu og þekkingar einstaklinga frá mismunandi menningarkimum. 

Fjölskyldustefna hefur verið skrifuð og mun verða kynnt á árinu 2018.  Klappir fylgir lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof.


S7  HEILSA OG ÖRYGGI 

STARFSMANNA

( GRI 403-2  |  UNGC )Á árinu 2017 tók Klappir í notkun hugbúnað í notkun sem heldur utan um fjarvistir af öllu tagi. 
Ekki voru skráðir sérstakir vinnutengdir sjúkdómar á liðnu ári, ekki frekar en árið 2016 og ekki er vitað til þess að starfsmenn eigi við vinnutengda sjúkdóma að stríða, svo sem vöðvabólgur, höfuðverki, bakmeiðsli eða andleg veikindi vegna streitu.  Engir starfsmenn lentu í slysi á leið til eða frá vinnustaðnum og ekki hjá viðskiptavinum. Heilsustefna Klappa kappkostar að tryggja öruggt og heilsuhvetjandi starfsumhverfi starfsmanna.


S8  HEILSUVERND

( GRI 403/103-2  UNGC )Fyrirtækið vill stuðla að heilbrigði starfsmanna sinna. Í starfsmannastefnu Klappa eru starfsmenn hvattir til að huga vel að eigin heilsu og stunda heilbrigt líferni og fyrirtækið styður við þetta með ýmsum hætti.

Starfsmenn hafa aðgang að reiðhjóli sem þeir geta notað á vinnutíma í ferðum sínum og einnig fengið lánað um helgar ef áhugi er á því. Frá upphafi hafa starfsmenn fengið líkamsræktarstyrk sem þeir nota í þá líkamsræktarstyrk.  Á árinu hefur starfsmönnum daglega staðið til boða ávextir og grænmeti. Reglulega er hugað að góðum aðstæðum á vinnusvæðum, þ.e. stólum og borðum, lýsingu og loftræstingu. Einnig er boðið upp á jakkafatajóga.

Klappir er reyklaus vinnustaður og notkun áfengis og annarra vímugjafa við störf er óheimil. 

Í byrjun vetrar var hjúkrunarfræðingur frá Heilsuvernd ehf. fenginn til að koma og gera mælingar á heilsufari og gefa flensusprautu. 

Heilsustefna fyrirtækisins með áætlun um heilsuvernd (skv. lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum) mun verða kynnt fyrir starfsmönnum á árinu 2018 og birt á heimasíðu.

Í starfsmannastefnu Klappa er fjallað um samskipti á vinnustaðnum og viðbrögð við einelti.S9  BARNA-, NAUÐUNGAR-, EÐA ÞVINGUÐ VINNA

( GRI 408/409/103-2  |  UNGC P4, P5 )


Engin börn starfa beint eða óbeint hjá Klöppum.  Fyrirtækið er meðvitað um að hætta á þvingaðri vinnu geti fyrirfundist í virðiskeðjunni og mun skoða það hverju sinni, einkum þegar fyrirtækið fer á erlenda markaði.


S10  MANNRÉTTINDI 

( GRI 102-16/103-2/412-2  | UNGC P1, P2 )
Klappir virða mannréttindi í samræmi við íslensk lög og rétt til félagafrelsis, og vill að starfsmenn njóti líkamlegrar og andlegrar heilsu, réttlátrar málsmeðferðar, viðunandi og hagstæðra vinnuaðstæðna og jafnréttis gagnvart lögum. Klappir vill leggja lið í baráttu gegn allri mismunun, gegn ofbeldi gagnvart konum, gamalmennum og börnum og fyrir frelsi frá ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð hvarvetna.


S11  BROT Á MANNRÉTTINDUM

(  GRI 102-17/103-2/412-1  |  UNGC P1, P2 )Klappir hafa það að leiðarljósi að mannréttindi séu virt og hafa ekki orðið uppvís að mannréttindabrotum. Fyrirtækið lætur sig varða mannréttindabrot hjá hagaðilum í virðiskeðjunni og mun bregðast við á viðeigandi hátt. Klappir munu fylgja leiðbeiningum Sameinuðu þjóðanna um viðbrögð við brotum á mannréttindum.


S12  SAMSETNING STJÓRNAR

(  GRI 102-22  |  UNGC )Á árinu fjölgaði stjórnarmönnum úr þremur í byrjun ársins í sjö manns um miðbik ársins.  Þar af eru þrjár konur.  Allir stjórnarmeðlimir eru eigendur í félaginu.
STJÓRNARHÆTTIR (G) 

Stjórnarhættir Klappa eru markaðir af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins og starfsreglum stjórnar. G1  AÐGREINING VALDS

( GRI 102-23  |  UNGC )


Þrír nýjir stjórnarmenn komu inn í stjórnina og eru þeir tengdir aðilar. G2  GAGNSÆI ÁKVARÐANA

( GRI G4  34 til 55 | UNGC )Upplýsingar um atkvæðagreiðslur eru ekki birtar opinberlega. Niðurstöður atkvæðagreiðslna eru bókaðar í fundargerðir sem eru aðgengilegar eftirlitsaðilum, óski þeir eftir þeim upplýsingum.G3  HVATAR TIL AUKINNAR SAMFÉLAGSLEGRAR ÁBYRGÐAR

( GRI 102-35  |  UNGC )Klappir gerir samgöngusamning við þá starfsmenn sem það vilja en Klappir hefur ekki beitt hvötum til aukinnar samfélagslegrar ábyrgðar í formi aukagreiðslna eða hlunninda til stjórnenda eða starfsmanna Hugsanlega mun slíkt hvatningakerfi verða sett upp þegar fram í sækir.
G4  VINNURÉTTUR

( GRI 102-41, G4 51  |  UNGC P3 )Í samræmi við íslensk lög er starfsmönnum Klappa frjálst að vera í stéttarfélögum. Um það bil einn þriðji hluti starfsmanna fyrirtækisins er í stéttarfélögum.G5  BIRGJAMAT

 (GRI 102-14/308/414 | UNGC P3)Fyrirtækið er meðvitað um mikilvægi ábyrgra og siðlegra innkaupa og hugðist á árinu 2017 setja upp birgjamat þar sem þættir eins og gæðamál, samfélagsmál og umhverfismál birgja verða skoðuð.  Ekki er talið að birgjar Klappa, sem eru eingöngu íslenskir eins og er, brjóti á rétti starfsmanna til samningsrétt og þátttöku í stéttarfélögum.  en sérstök greining hefur ekki átt sér stað.  Það  verður eitt af verkefnum ársins 2018. Klappir eru í þeirri sérstöku stöðu að margir birgjar félagsins eru um leið viðskiptavinir. 


G6  SIÐAREGLUR


( GRI 102-16  |  UNGC P3 )Klappir hefur hug á að innleiða formlegar siðareglur og verkferla þeim tengdum og birta á heimasíðu sinni árið 2018.

Klappir leggur ríka áherslu á ábyrga og örugga meðferð persónuupplýsinga. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja að starfsemin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til persónuverndar í almennu persónuverndarreglugerð ESB nr. 2016/679, sem kemur til framkvæmda þann 25. maí 2018 (GDPR). Höfum við í því skyni t.a.m. mótað okkur ítarlega persónuverndarstefnu og sett viðeigandi verklagsreglur um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga.  Upplýsingar um þessi mál munu verða birtar á heimasíðunni á árinu.G7 AÐGERÐIR GEGN SPILLINGU OG MÚTUM

( GRI 102-17/205-1,2  |  UNGC P10 )Klappir fylgja íslenskum lögum sem og alþjóða stöðlum hvað varðar spillingu og mútur. 
Fyrirtækið gerðist þátttakandi í UN Global Compact í október 2017 og hyggst uppfylla hinar tíu meginreglur samningsins, þ.á.m. meginreglu nr. 10 um spillingu og mútur.

G8 GAGNSÆI SKATTA OG GJALDA

( GRI 201-1  |  UNGC )
Félagið er íslenskt hlutafélag og ber sem slíkt ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi, sbr. 2. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Árs- og árshlutareikningar Klappa eru útbúnir í samræmi við lög nr. 3/2006 um ársreikninga.  Klappir var skráð á First North markað Nasdaq í september 2017 og tryggt er gagnsæi og aðgengi upplýsinga fyrir yfirvöld, hagaðila og eftirlitsaðila ef eftir því er óskað. Allar slíkar upplýsingar eru á heimasíðu félagsins. 


G9 SJÁLFBÆRNISKÝRSLA

( GRI  G4 28 - 32  |  UNGC )Þessi skýrsla er önnur samfélagsskýrsla Klappa og birtist hún á heimasíðu fyrirtækisins eins og sú fyrri og er aðgengileg öllum. Hún er sjálfstæð afurð og er gefin út samtímis fjárhagsáætlun og ársskýrslu Klappa grænna lausna hf. fyrir ársfund fyrirtækisins.    


G10 AÐFERÐARFRÆÐI

( GRI 102-54  |  UNGC )Aðferðafræðin er byggð á hugbúnaði Klappa. Hægt er að sjá nánari lýsingu á hugbúnaðinum og aðferðafræðinni á heimasíðu félagsins.

Skýrslur unnar með hugbúnaðinum geta myndað grunninn að öðrum viðameiri skýrslum um samfélagslega ábyrgð ef fyrirtækin eru þátttakendur í samtökum sem krefjast ítarlegrar skýrslugerðar eins og gerð COP-skýrslna skv. UN Global Compact og e.t.v. öðrum sjálfbærniskýrslum eins og GRI (Global Reporting Initiative).  
 
Við gerð skýrslunnar voru tekin saman gögn úr ýmsum upplýsingabrunnum fyrirtækisins varðandi reksturinn.


G11 ENDURSKOÐUN OG ÁREIÐANLEIKI GAGNA

( GRI  G4 33 | UNGC )Skýrslan hefur ekki verið endurskoðuð af þriðja aðila sem staðfestir áreiðanleika þeirra upplýsinga og gagna sem koma fram.        

LYKILTÖLUR SAMFÉLAGSUPPGJÖRS 
KLAPPIR - SAMFÉLAGSUPPGJÖR 2017
LYKILTÖLUREining201520162017
KolefnisuppgjörUmfang 1tCO2í0,50,50,3
Umfang 2 (landsnetið)-
--
Umfang 2 (afskráning upprunaábyrgða)-4,14,13,9
Umfang 3-0,030,030,02
Kolefnisspor án mótvægisagerðatCO2í4,624,594,22
> Mótvægisaðgerðir
---
Kolefnisspor með mótvægisaðgerðumtCO2í4,624,594,22
KolefnisvísarKolefnisvísir orkutCO2í/MWh0,1670,1810,164
Kolefnisvísir starfatCO2í/Áv.0,460,380,20
Kolefnisvísir veltu (grunnvísitala)kg CO2í/mkr73,337,320,1
Samdráttur í vísitölu%
49,1%46,2%
OrkunotkunHeildarorkunotkunkWh27.60625.42225.668
+ Orka vegna notkunar jarðefnaeldsneytiskWh1.9551.9551.200
+ RaforkunotkunkWh24.64822.46523.661
+ Orka frá heitu vatni til húshitunarkWh1.0031.002807
Hlutfall endurnýjanlegrar orku%92,9%92,3%95,3%
Hlutfall endurnýjanlegrar raforku%100%100%100%
VatnsnotkunHeildarnotkun á neysluvatnim38409101.190
+ Þar af kalt vatnm38409101.190
+ Þar af heitt vatnm3---
Myndun úrgangsHeildarmagn úrgangskg-624682
> Þar af flokkaður úrgangur--432631
> Óflokkaður úrgangur--19251
Hlutfall flokkaðs úrgangs%-69%93%
Lífrænn úrgangurkg--470
Plast, pappír og málmar---162
Annar úrgangur-
-50
Pappírsnotkun skrifstofuHeildarmagn prentaðs pappírsblaðsíður

36.822
+ Þar af litaprentun-

60%
+ Þar af svart/hvít prentun-

40%
Prentun á báðar hliðar-

36%
Lykiltölur frá rekstriHeildarveltamkr63123210
Fjöldi starfsmanna (fastráðnir og verktakar)Fáv.101221
Stærð húsnæðism2169187221
+ Þar af svæði sem notar LEDm2000
Launahlutföll (S1 | GRI 405-2/102-38 | UNGC | SDG8)
Launagreiðsur til forstjóra sem hlutfall af meðallaunum%--92%
Laun eftir kyni (S2 | GRI 405-2)
Meðalfjöldi starfsfólks (fastráðnir og verkt.)fj.101221
+ Hlutfall kvenna%13%8%10%
+ Hlutfall karla-87%92%90%
Starfsmannavelta (S3 | GRI 401-1)
Heildar starfsmannavelta%20%8%10%
+ Þar af létu sjálfir af störfum%10%0%5%
+ Þar af sagt upp%10%8%5%
+ Þar af hættu vegna aldurs%0%0%0%
Jafnræði (S4)
Allir stjórnendurfj.777
+ Þar af konur%29%29%29%
+ Þar af karlar%71%71%71%
Stjórnfj.477
+ Þar af konur%50%43%43%
+ Þar af karlar%50%57%57%
Framkvæmdastjórnfj.577
+ Þar af konur%29%29%29%
+ Þar af karlar%71%71%71%
Samsetning starfa (S5)
Fastráðningar%73%63%80%
+ Þar af starfsmenn eldri en 50 ára%20%17%19%
+ Þar af starfsmenn milli 35-50%50%58%50%
+ Þar af starfsmenn 35 ára og yngri%30%25%31%
Starfsmenn í hlutastörfum%--10%
Jafnrétti (S6)
Skráð starfsmannastefna gegn mismunun/ misrétti minnihl. hópa og kynjamismununjá/nei/ívNeiNeiív
Jafnt aðgengi í laus störfjá/nei/ív
Sveiganlegur vinnutímijá/nei/ív
Jafnréttisstefnajá/nei/ívNeiÍv
Fjölskyldustefnajá/nei/ívNeiÍv
Samþætting jafnréttissjónarmiðajá/nei/ív
Heilsa og öryggi starfsmanna (S7)
Slys á vinnustað og til og frá vinnufj.000
Veikindi tengd vinnufj.000
Heilsumælikvaðri%000
Brot á mannréttindum  (S10, S11, GRI 102-17/103-2/412-1 | UNGC P1, P2 | SDG 2,3,12,13 )
Til staðar er skráð stefna í mannréttindarmálumjá/nei/ívNeiNeiNei
Heildarfjöldi brota sem hafa verið tilkynntfj.000
+ Þar af þvingun og einelti-000
+ Þar af áreitni tengd kyni-000
+ Þar af kynferðisleg áreitni-000
+ Þar af annarskonar misrétti eða óréttlæti-000
+ Þar af brot sem hefur verið tekið á og leyst-000
Samsetning stjórnar (S12, GRI 102-22 | UNGC | SDG 5 )
Heildafjöldi stjórnarmannafj.337
+ Þar af konur%33,3%33,3%42,8%
+ Þar af karlmenn-66,7%66,7%57,2%
+ Þar af óháðir stjórnarmenn-0%0%0%
Aðgreining valds (G1 | GRI 102-23 )
Framkv.stjóri er stjórnarformaðurjá/nei---
Framkv.stjóri stýrir nefndum á vegum stjórnar----
Framkv.stjóri er stjórnarmeðlimur----
Gagnsæi ákvarðanna (G2 | GRI 102-23 | UNCG | SDG 8, 10, 16 )
Eru heildarniðurstöður atkvæðagreiðslu stjórnar aðgengilegar?+ Fyrir framkvæmdastjóraJá/Nei
+ Fyrir skoðunar/eftirlitsaðila
Er atkvæðagreiðsla hvers stjórnarmanns aðgengileg?-


+ Fyrir framkvæmdastjóra?-
+ Fyrir skoðunar/eftirlitsaðila?-
Sjálfbærnihvatar (G3 | GRI 102-35 | UNCG | SDG 9,16 )
Fjárhagslegir hvatar til stjórnenda til að auka frumkvæði þeirra+ Í umhverfismálumJá/NeiNeiNeiNei
+ Í samfélagslegum málum-NeiNeiNei
+ Varðandi fjármál og stjórnun-NeiNeiNei
+ Varðandi góðgerðarmál/mannúðarmál-NeiNeiNei
Vinnuréttur (G4 | GRI 102-41 | UNCG P3 | SDG 3,8,16 )
Fjöldi starfsmanna í stéttarfélögum%--37,5%
Fjöldi starfsmanna ekki í stéttarfélögum%--62,5%
Birgjamat (G5 | GRI 102-14/308/414 | UNCG P3 | SDG 12 )
Ábyrg og góð hegðun birgja almennt séðjá/nei/ív


+ Í umhverfismálum---Ív
+ Í mannréttindamálum---Ív
+ Hvað varðar þjóðerni fólks og uppruna---Ív
+ Gagnvart mögulegri spillingu---Ív
+ Hvað varðar umboðsmenn---Ív
Siðareglur (G6 | GRI 102-16 | UNCG P3 | SDG 16 )
Siðareglurjá/nei/ív


+ Hafa verið samþykktar af stjórninni---Ív
+ Hafa verið samþykktar af starfsmönnum---Ív
Leiðbeiningar og verklagjá/nei/ív--Ív
+ Formlega innleitt---Ív
+ Skilgreind forskrift um eftirfylgd reglna---Ív
+ Skilgreind forskrift um meðferð kvartana---Ív
Spilling og mútur (G7 | GRI 102-17/205-1,2 | UNCG P10 | SDG 16 )
Aðgerðir gegn spillingu og mútumjá/nei/ív


+ Hafa verið samþykktar af stjórninni---Ív
+ Hafa verið kynntar starfsmönnum---Ív
+ Hafa verið kynntar opinberlega


Ív
Leiðbeiningar og verklagjá/nei/ív--Nei
+ Formlega innleitt---Nei
+ Skilgreind forskrift um eftirfylgd reglna---Nei
+ Skilgreind forskrift um meðferð kvartana---Nei
Gagnsæi skatta (G8 )
Er gagnsæi gagnvart sköttum til staðarjá/nei/ív


Sjálfbærniskýrsla (G9 )
Er sjálfbærniskýrsla birt opinberlega.Gerð er sjálfbærniskýrsla samkvæmt ESG leiðbeiningum Nasdaq sem birt er sem hluti af ársreikningi fyrirtækisins. Upplýsingar sem gefnar eru varðandi umhverfisþætti eru teknar eru úr umhverfisstjórnunarkerfi félagsins Klappir Core. Upplýsingar um félagslega þætti og stjórnarhætti eru fengnar úr upplýsingakerfum félagsins.

Aðferðafræði (G10 )

Samantekt um ófjárhagslega þætti er unnin samkvæmt ESG leiðbeiningum Nasdaq.

Endurskoðun þriðja aðila (G11 )
Er samfélagsskýrsla endurskoðuð af þriðja aðila
Nei


UM AÐFERÐAFRÆÐINA